Forgangur í leikskóla fyrir tvíbura

Forgangur í leikskóla fyrir tvíbura

Í dag eru þríburar með forgang í leikskóla í Reykjavík en mig langar að leggja til að tvíburar fengju líka forgang í leikskóla.

Points

Það er oft mjög erfitt að koma börnum að hjá dagmömmu hvað þá tveimur í einu. Það er rosalegur kostnaður fyrir foreldra fjölbura að hafa þau hjá dagmömmu. Fjölburar eru oft duglegri en einburar og því fyrr tilbúnir að fara inn á leikskóla. Það fæðast bara ca. 50-80 pör af tvíburum á ári á Íslandi þannig að þetta ætti ekki að setja allt kerfið á hlið. Auðveldar foreldrum fjölbura að halda sér á vinnumarkaði.

Í mínum huga eiga ÖLL börn að sitja við sama borð

Ég á tvíburastystkini og ég man eftir því að þau komust í leikskóla 3 að verða 4 ára gömul hér í Reykjavík. Þetta hefur verið gríðalega erfitt fyrir móðir mína að borga tvöfaldan dagmömmukostnað og að vera einstæð í þokkabót. Svo ég vona innnilega að þetta fari í gegn!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information