Gangbrautarljós við Gagnveg í Grafarvogi

Gangbrautarljós við Gagnveg í Grafarvogi

Ég mæli sterklega með gangbrautarljósum við Gagnveg þar sem nú er hraðahrindun og gangbrautarmerki. Það er því miður mín reynsla að bílar stöðva ekki þó að maður ætli sér að ganga yfir. TIl að ökumenn myndu virða þetta væri hægt að fara í herferð sem tekur þetta fyrir.

Points

Að hafa gangbrautarljós þar sem börn fara yfir götu til að komast í skóla er bara almenn og heilbrigð skynsemi, ef ljósin kæmu og ökumenn myndu virða þau þá gæti þetta hugsanlega komið í veg fyrir það að foreldrar séu að keyra börn sín í næsta skóla sem er Húsaskóli. Þetta gæti sparað borginni noktun á einkabílnum, aðalega mengun sem hlýst af því að börnin gætu óhult gengið í skólann án þess að hafa áhyggjur af því að það yrði ekið á þau.

Sæl Berglind. Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs er að skoða þessa hugmynd og óskar eftir nánari staðsetningu. Bestu kveðjur, verkefnisstjóri

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information