Göngubrú yfir Kringlumýrarbraut á kaflanum milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar til að tengja saman Hlíðarhverfið norðan Miklubraut og Áltamýrahverfið.
Með sameiningu Áltamýra- og Hvassaleitisskóla í Háaleitisskóla jókst allur samgangur milli krakka í skólunum og unglingadeild sameinaða skólans er í Áltamýraskóla. Göngustígarnir báðum megin við Miklubraut, frá Háaleitisbraut (og í raun frá Grensásvegi) að göngubrúnni við Framsvæðið sem tengir saman hverfin eru ólýstir. Lagt er til að þessir göngustígar verði lýstir til að auka öryggi krakkanna sem sækja þessa skóla og frístundastarf..
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation