Lagfæra gatnamót Bergstaðastrætis og Spítalastígs

Lagfæra gatnamót Bergstaðastrætis og Spítalastígs

Þessi gatnamót voru lengi vel þau fáfengilegustu í þingholtunum. Nú er þar allt að lifna við, nýtt hús risið, flutningshúsið af Hverfisgötunni orðið fallegt og gamla Bernhöftsbakarí að rétta úr kútnum. Þessi gatnamót má bæta mikið.

Points

Orkuveitan er að fara að grafa upp Bergstaðastrætið í sumar. Hvarsvegna ekki að slá tvær flugur í einu höggi og gera þessar endurbætur um leið.

Það er mikill umferðarþungi á þessum gatnamótum en breytingar þarna gætu miðað að því að hægja á umferðinni. T.d. með þrengingu götunnar.

Afmarka þarf betur gangstéttar og setja vegrið eða blómaker svo ekki sé lagt þar upp á, bæði við Bergstaðastræti 12 og 14 og líka á horninu við Bakaríið þar sem iðullega er lagt. Eða hreinlega hanna þessi gatnmót upp á nýtt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information