Betri göngu- og hjólaleið milli hverfa. Malbika stíg frá Vogi niður að Grafarlæk

Betri göngu- og hjólaleið milli hverfa. Malbika stíg frá Vogi niður að Grafarlæk

Spottinn frá Sjúkrahúsinu Vogi og niður undir Grafarlæk er næstum ófær þegar forst og þýða skiptast á sökum drullu. Um þennan stíg fara ansi margir dag hvern til vinnu eða til þess að hreyfa sig. Þetta er nauðsynleg tenging milli Grafarvogshverfa og Hálsa og Árbæjar og reyndar líka Grafarholts. Drullan er einkar erfið yfirferðar hvort sem er fyrir gangandi eða hjólandi fólk. Virkilega kominn tími til að koma þessum spotta í lag með bundnu slitlagi.

Points

Eflum hreyfingu og útivist með þessari ódýru og ganglegu göngustíga tengingu.

Stígurnn liggur í allnokkurm bratta og er því einkar erfiður upp að sækja fyrir reiðhjólafólk að vetarlagi þegar frost og þíða skiptast á og vegurinn verður eitt forarsvað. Svo verður hann beinlínis hættulegur þegar forin frýs. Samgöngubót sem passar vel við stefnu Borgarinnar um að gera gangandi og hjólandi auðveldara að ferðast um borgina okkar. Hér er veikur hlekkur í annars ágætu stígakerfi. Gerum borgina okkar vænni fyir þá sem kjósa annan ferðamáta en bílinn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information