Malbika göngustíga að útivistarsvæðinu í Gufunesi

Malbika göngustíga að útivistarsvæðinu í Gufunesi

Aðkoma að svæðinu er núna eftir malarstígum. Það þarf að tengja svæðið með malbikuðum göngustígum frá Hamrahverfi, Rimahverfi, Foldahverfi og helst líka frá strandlengjunni. Eins og staðan er í dag er svæðið aðgengilegt fyrir bílumferð og ekki mikið meira.

Points

Til að koma á útivistarsvæðið í Gufunesi þarf að vera i góðum göngskóm. Ekki er hægt að fara með barnavagn á svæðið, hvað þá að vera á hjólskautum. Börn eiga erfitt með að hjóla á svæðið sökum grófs malarstígs sem nú er. Útivistarsvæðið er skemmtilegt svæði sem öll fjölskyldan getur notið þess að koma á. Það má hugsa sér það sem lítinn "Laugardal" í Grafarvogi. Því þarf að bæta aðgengi að svæðinu þannig að það verði fært sem flestum gangandi/hjólandi og hjólastólandi vegfarendum.

Áætla að tugir þúsunda fari um svæðið yfir árið. Óboðlegt að bjóða upp á jafn frábært útivistar- og afþreyingarsvæði auk klassa ráðstefnu/brúðkaupsHLÖÐU en aðgengið er sundurtættur og holóttur malarvegur. Malbikun a mjög afmörkuðu svæði myndi umturna aðgengi og ásýnd Gufunesbæjarins.

Gufunesbær er meira en bara útivistarsvæði. Þarna eru höfuðvígi frístundastarfs í Grafarvogi á vegum Reykjavíkur í þessarri flottu frístundamiðstöð. Þarna er stór ráðstefnusalur þar sem fjölmargir starfsmenn borgarinnar nota reglulega. Því þarf að laga göngustígana hið snarasta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information