Fyrir utan Spennustöðina er stórt og mikið rými frá bílastæði að inngangnum að félagsmiðstöðinni. Þar er grasflötur með gangstétt í miðjunni. Þetta er grasflötur sem verður aldrei nýttur í neitt. Hugmyndin er að öðruhvoru megin við innganginn í félagsmiðstöðina verði sett upp karfa á veginn og settur verður fyrsti tartan körfuboltavöllurinn í reykjavík, hvort sem hann verður hálfur eða heill völlur.
Ég held að þetta væri góð nýting á rými sem annars fer í lítið sem ekkert. Þarna eru engin íbúðarhús nálægt og boltaleikur ætti því ekki að trufla neinn. Tilvalinn staður fyrir körfuboltavöll og ef hann er settur upp þá væri tilvalið að fylgja fordæmi sveitarfélaganna í kringum okkur og setja upp tartan völl sem er yfirburðar betra undirlag en steypa til körfubolta.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation