Ætigarðar ættu að vera helst einn í hverju hverfi, ef hægt er. Á gamla Ármannsvellinum, bletturinn milli Nóatúns, Miðtúns, Sóltúns og Háatúns, er stórt óbyggt svæði. Þar væri hægt að hafa Ætigarð, þótt hjúkrunarheimilið Sóltún sé Nóatúns megin og 2 fjölbýlishús í Hátúns megin, er nóg plás. Lítil umferð um Miðtún, en meiri um hinar 3. Og sennilega eru til grænir blettir víða um borgina, nógu stórir fyrir Ætigarð.
Margt eldra fólk, þekkir það að rækta matjurtir, í görðum, runnum og trjám (t.d. kartöfflur og rótarávextir; ber og ávextir). En unga fólkið, sem hefur ekki kynnst því, þarf að kunna að bjarga sér. Það er ekki víst að allir hafi alltaf aðgang að garðávöxtum og svo er alltaf gaman að rækta sjálfur, borða sína eigin uppskeru. Ég er viss um að allir taka þessu með fögnuði að hafa Ætigarð í sínu hverfi.
Þessi hugmynd tengist beint annarri sem sjá má hér: https://default.betrireykjavik.is/ideas/2986 Margt mælir með hugmyndunum; félagstengsl, tengsl manna við náttúruna, tengsl borgar við næringu borgarana. Þá er til nóg af lóðréttum svæðum í Reykjavík, skýjagljúfrum og gluggarýmum, sem nýta mætti til ræktunar ætiplantna.
Vinsamlega takið þetta alvarlega og reynið að setja Ætigarð í sem flest hverfi borgarinnar. Það eflir ábyrgðartilfinningu fólks og verður minna um skemmdir.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation