Það er löngu vitað að umferðin við þessa götu er oft yfir hámarkshraða og mikið áhyggjuefni foreldra við götuna. Hægt er að breyta bílastæðum við götuna í skábílastæði og þannig náum við fram tveimur markmiðum. Annars vegar fást fleiri bílastæði í götunni sem vonandi dregur úr því að fólk leggi hreinlega á götunni sjálfri, þ.e. á akreininni frá Listabraut í átt að Háaleitisbraut, og hins vegar þá þrengist gatan líka við skábílastæðin sem dregur vonandi úr aksturshraða ökutækja.
Hvassaleiti er íbúagata sem er því miður nýtt í gegnumakstur og er umferðin mjög oft yfir hámarksrhaða götunnar. Bráðnauðsynlegt er að draga úr aksturshraðanum og fjölga bílastæðum í nyrðri enda götunnar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation