Gaman væri að sjá þennan stubb endurnýjaðan og fegraðan og þá sérstaklega sunnan megin þar sem steypa í stétt er sprungin og engin lýsing til staðar. Breyta mætti götunni í einstefnu til vesturs - setja skástæði norðanmegin og huggulega grenndargámastöð sunnanmegin - næst gatnamótunum við Nóatún
Endurbætur á Borgartúni hafa sannarlega hleypt lífi í umræðuna en ekki síður lífi í hverfið sem væri gaman að sjá endurbætur í hverfinu sem kallast á við Borgartúnið og fá grenndargámastöð til að auka enn á möguleika til flokkunar.
Það væri mjög skemmtilegt að gera meiri aðskilnað á milli gangstéttar sunnan megin og bílastæðana þar fyrir ofan og lýsingu mætti bæta. Það er hinsvegar alger óþarfi að gera Hátún að einstefnugötu til vesturs. Bílaumferð úr þeirri átt er mjög takmörkuð. Er það vegna þess að maður neyðist til að taka leiðinda U-begju til að komast inn Hátúnið komi maður upp Katrínartún. Það er alger óþarfi að setja einhverjar skorður á umferð ef ekki er neitt vandamál með umferð til staðar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation