Setja upp leiksvæði/völl fyrir börn og fullorðna í Laugardalnum.

Setja upp leiksvæði/völl fyrir börn og fullorðna í Laugardalnum.

Nýta rýmið og opna svæðið sem við höfum í Laugardalnum til að byggja heilsteyptan róló/leikvöll fyrir börn á öllum aldri, eins og þekkist í almenningsgörðum erlendis. Þar geta foreldrar sest á bekk og fylgst með börnunum, foreldrar spjallað og börnin kynnst hvert öðru og leikið sér saman.

Points

Það er gaman að rölta um Laugardalinn bæði sumar og vetur og þetta er góður staður til að leyfa börnum og foreldrum að koma saman og leika sér á rólegu svæði þar sem engin bílaumferð er, í fallegu náttúrulegu umhverfi. Leikvellir í almenningsgörðum eru afar vinsælir erlendis. Jafnvel þó Fjölskyldu og húsdýragarðurinn bjóði upp á margt spennandi þá getur verið kostnaðarsamt að fara þangað oft yfir árið. Það vantar einfaldan ódýran kost, sem stuðlar samt að útivist á þessum fallega stað.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information