Hundagerði á Klambratúni

Hundagerði á Klambratúni

Sett verði hundagerði á Klambratún og farið verði eftir leiðbeiningum sem Félag ábyrgra hundaeigenda hefur lagt fram um slík gerði.

Points

Hundaeigendur hittast þarna með hundana sína, hvort sem öðrum líkar betur eða verr. Það myndi auka öryggi og þægindi allra, bæði hundaeigenda og annarra sem eru á túninu, að hægt væri að vera með hundana lausa á afmörkuðu svæði. Það myndi draga úr þeim skiptum sem fólk „stelst“ til að sleppa hundunum sínum lausum svo þeir geti losað um orkuna. Þá gæti hundar og eigendur hitt aðra hunda í öruggu og afmörkuðu umhverfi. Aukið öryggi og þægindi, bæði fyrir hundaeigendur og almenning.

Ekki eru mikil tækifæri til að leyfa hundum að leika frjálsum í Reykjavík. Minni gerði í hverfum henta mörgum betur en t.d. Geirsnefið. Það er einnig umhverfisvænt að hafa gerðin í nærumhverfi svo fólk þurfi ekki að keyra langar vegalengdir. Nóg pláss á Klambratúni, á ekki að taka af öðrum. Hundaeigendur kynnast.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information