Færa vinnugirðingu við Einholt nær skurðbrún til að verja börn og gangandi

Færa vinnugirðingu við Einholt nær skurðbrún til að verja börn og gangandi

Síðan framkvæmdir hófust (og stöðvuðust) við Einholt / Þverholt - er öryggisgrindverk meðfram svæðinu sem nær yfir gangstéttina og út á miðja götu. Því er ENGIN gangstétt í Einholtinu og börn og gangandi vegfarendur eru á götunni. Íbúar leggja bílum sínum austan götunnar og þrengja hana enn frekar.

Points

Þessi hugmynd náði ekki inn í íbúakosningu s.l. vor þar sem "faghópur taldi hana óframkvæmanlega" - en það er bara ekki rétt líkt og dæmin sýna frá Stjörnubíósreitnum og Höfðatorgi. Þess utan eru *engar* byggingaframkvæmdir í gangi á reitnum, og enn síður eru framkvæmdir út við skurðbrún allan hringinn í einu.

Ég geng þarna oft og átt fótum fjör mitt að launa.

Án þess að ég ætli að fullyrða það þá tel ég líklegt að ástæðan fyrir því að það sé sagt að það sé ekki hægt að færa girðinguna nær holunni sé sú að það sé hætta á hruni úr bakkanum sé umferð hleypt nær brúninni. Ennfremur þá efa ég stórlega að það séu einhverjir 5-6 metrar í þessa brún. Byggingin sem var fjarlægð stóð alveg út í götu.

Ég efast um þessi rök um hrunhættuna, Kristján. Þess utan skapar það enga hrunhættu að hleypa gangandi umferð nær brúninni - þótt bílum væri haldið í núverandi fjarlægð (sem væri mjög auðvelt í útfærslu). Girðingin nær vel ríflegri bílbreidd út fyrir breiða gangstétt þar sem hún er næst.

Það er ótækt að verktakar fái að marka sér svæði 5-6m frá skurðbrún, út á miðja þrönga götu, svo árum skipti. Þetta viðgekkst ekki við Höfðatorg, og ekki heldur við Stjörnubíósreitinn á sínum tíma. Þar var í báðum tilfellum varnargirðingu valinn staður þétt upp við skurðbrún þannig að öryggi gangandi vegfarenda væri ekki ógnað. - og Komasoh!

Það er ódýrt og fljótlegt að laga þetta. :-)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information