Byggja grænt fjölskyldu- og útivstarsvæði eða almenningsgarð á Ármannstúnið (gamla Ármannsvöllinn).
Það er of langt bæði í Laugardalinn og Klambratúnið, sérstaklega fyrir börn, og það sárvantar grænt og fjölskylduvænt svæði í Túnin. Það myndi nýtast fjölskyldufólki og íbúum almennt þarna í kring, elliheimilinu, ÍFR og fólki sem vinnur í Túnunum og vill t.d hreyfa sig í hádeginu. Huggulegt grænt svæði myndi stórbæta hverfið. Eins og er eru þarna gömul leiktæki og svæðið í heild mjög hrörlegt og óaðlaðandi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation