Tengja Langholtsveg með hjólreiðabraut við göngubrúna yfir Miklubraut.

Tengja Langholtsveg með hjólreiðabraut við göngubrúna yfir Miklubraut.

Hjólreiðfólk sem kemur af göngubrúnni við Rauðagerði og ætlar inn á Langholtsveg þarf nú að fara yfir drullusvað og hossast í torfærum til að komast inn á Langholtsveg. Sama gildir um þá sem koma af Langholtsvegi á leið sinni til suðurs.

Points

Og sama hugmyndd og var þegar búið að skrá í ár og hefur hlotið nokkur atkvæði, Sjá hlekk.

Því miður var hjólreiðabrautin nýja meðfram Suðurlandsbraut ekki lögð með réttum hætti á umræddum stað, því eru þverandir hjóla- og akbrauta á óþarflega mörgum stöðum. Ef menn ætla ekki að breyta því, þá þarf að vara ökumenn sem koma eftir Langholtsvegi og Suðurlandsbraut við hjólandi umferð úr báðum áttum með skltum.

Ekki er hægt að bjóða upp á núverandi gangstétt til að tengja saman Langholsveg við göngubrúna yfir miklubraut, enda gangstétt ekki það sama og hjólastígur. Færa þarf leið hjólreiðafólks frá því blindhorni því sem nú er við hjúkrunarheimilið. Í tengslum við lagningu hjólreiðabrautar meðfram Suðurlandsbraut þarf að setja hringtorg á mótum Langholtsvegar og Suðurlandsbrautar þar sem greiðfært og öruggt samspil er á milli akandi og hjólandi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information