Sjóbaðs og sólbaðsbryggja út í fossvoginn

Sjóbaðs og sólbaðsbryggja út í fossvoginn

Bryggja byggð út í voginn svo alltaf sé hægt að hoppa út í sjóinn burt séð frá flóði eða fjöru. Snigillinn í Köben er góð hugmynd þar sem sólbaðsaðstaða, skjól og hoppifjör fer saman í einfaldri og fallegri byggingu. hægt að sjá hér: http://www.taarnby.dk/oplev-taarnby/idraetslivet-i-taarnby/kastrup-soebad

Points

Nauthólsvík eitt af mest notuðu útivistarsvæðum Reykjavíkur yfir sumar tímann og jafnframt mikið notuð af vetrar sundfólki. Útlendingar sækja mikið í víkina, sérstaklega yfir vetrarmánuðina.

Þar sem áhugi á sjóböðum eykst í sífellu þá er tilvalið að bæta við aðstöðuna frábæru á Ylströndinni. Svona aðstaða væri líka sótt af hópum sem ekki stundar sjóböð en gætu haft mjög gaman af áskoruninni að hoppa útí sjó úr 5m hæð eða 3m til dæmis eins og boðið er upp á í bæði kastrupbaðinu og hafnarbaðinu á Íslandsbryggju í Köben.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information