Lengja tíma gönguljósa yfir Hringbraut við Vesturbæjarskóla
Gönguljósin yfir Hringbraut við Vesturbæjarskóla eru það stutt að maður kemst ekki yfir á grænu ljósi nema hlaupandi eða á hjóli. Það getur reynst erfitt fyrir gamalt fólk og aðra sem geta ekki farið hratt yfir og stórhættulegt fyrir börn. Þessi ljós eru alveg við grunnskóla svo að það eru líklega mjög mörg börn á ferð og brýnt að úr þessu verði bætt sem fyrst.
Orðalagsbreyting til að skýra hugmynd.
Borgin ætti að skipta þessum ljósum út með ljósum sem telja niður ens og tíðkast víða erlendis. Þá logar grænt lengur en fólk sér hvort óhætt sé að leggja af stað eða ekki. Eins og sést á þessari tillögu er fólk hvorki að hrifið af eða að skilja núverandi kerfi þar sem grænt logar í nokkrar sekúndur sem merki um að leggja megi af stað og svo eigi fólk að klára göngu sína gegn rauðu ljósi. - Sjá mynd
Þetta er fáránlegt, að gangbrautaljósin loga í svona stuttan tíma. Maður er ekki komin yfir nema hálfa gangbrautina sumsstaðar, þegar rauða ljósið skellur á. Meira að segja er ég sammála um þetta með gamalt fólk, sem fer yfir svona gangbrautir, að fólk fær of lítinn tíma til að fara yfir gangbrautina. Þetta á t.d. við um gangbrautarljósin á miklubraut, þar sem fréttablaðið er til húsa. Ég er kominn yfir hálfa gangbrautina, þegar rauði kallinn skellur á. Það verður að lengja tíma græna ljóssins!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation