Þrenging á göngustíg á milli Helluvaðs 1-5 og 7-13

Þrenging á göngustíg á milli Helluvaðs 1-5 og 7-13

Það væri gott að fá þrenginu á göngustíginn milli Helluvaðs 1-5 og Helluvaðs 7-13 þar sem þar fara margir um á vespum og velta lítið fyrir sér umferð af göngustígnum fyrir aftan Helluvað þegar þeir bruna niður í Kólguvað. Þar hefur skapast mikil hætta fyrir börn sem koma hjólandi, eða á hlaupahjólum, á göngustígnum fyrir aftan Helluvað.

Points

Hverfið okkar er fullt af frábærum börnum á öllum aldri en við viljum að þau séu öll örugg og þetta er klárlega einn af þeim stöðum sem þeim yngstu stafar hætta af, vegna óreyndra vespuökumanna sem gleyma að fylgjast með umferð til hliðar áður en haldið er áfram niður í Kólguvað. Það sést ekkert til hægri þegar komið er þessa leið og of oft gera ökumenn ráð fyrir að enginn sé á ferðinni úr þeirri átt. Ennþá hefur það sloppið til en hvað ætli það verði lengi...

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information