Hringtorg á gatnamót Álfheima og Gnoðarvogs

Hringtorg á gatnamót Álfheima og Gnoðarvogs

Að setja hringtorg á gatnamót Álfheima og Gnoðarvogs. Á háannatíma er mikil umferð á þessum gatnamótum. Ekki aðeins að bílar þeytast um, heldur er margt gangandi fólk ýmist á leið til vinnu eða í skóla. Hringtorgið myndi hægja á umferð og skapa meira streymi um umferðina. Með því þá yrði gangandi og hjólandi öruggara og um leið minni líkur á árekstrum bíla. Bílar sem koma af Gnoðarvogsvegi og á Álfheimaveg eiga oft í erfiðleikum með að komast inná sem skapar umferðarteppu og því meiri hættu.

Points

Það er ekkert pláss fyrir hringtorg á þessum gatnamótum. Það ætti að setja stöðvunarskildu á fjóra vegu, (allar akstursstefnur) eins og er mjög algengt í Bandaríkjunum og virkar vel.

Hringtorg þarna myndi án efa bæta umferð fyrir bíla á þessum stað, en hins vegar er yfirleitt erfitt að fara gangandi eða hjólandi yfir götur við hringtorg. Bílstjórar eru með hugann við umferðina í hringtorginu og að sleppa út án þess að lenda á næsta bíl. Að auki er sennilega ekki pláss þarna fyrir nægilega stórt hringtorg.

Það er nauðsýnlegt að hafa gott samráð um hönnun og útfærslu á þessu hringtorgi sem nú hefur hlotið kosningu í Betri hverfi. Taka beri mið af áhyggjur sem koma hér fram um hentugleika og öryggistilfinning og raunöryggi fyrir gangandi og hjólandi. Það ætti að leita til höfundar leiðbeininga um hjólamannvirka (nafnið er Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir hjá Eflu ). Einnig ætti að ræða við Landssamtök hjólreiðamanna ásamt Samtök um bíllausan lífsstíl, á frumstígum og þegar drög að hönnun liggja fyrir.

Þarna skapast oft mikið öngþveiti, tafir verða á umferð og þetta skapar óöryggi fyrir alla í umferðinni. Löngu kominn tími á hringtorg þarna.

Hringtorg myndi hægja örlítið á umferð og auka umferðarstraum. Þar sem Glæsibærinn er alveg við gatnamótin kemur meira álag en venjulega þar sem læknar og önnur þjónusta er á staðnum. Mikið er um hjólandi fólk, börn á leið í skóla og annað fólk á leið í vinnu sem fara daglega yfir þessi gatnamót. Með hringtorginu yrði einnig meira öryggi fyrir einstaklinga sem fara yfir götuna. Bílar sem koma af Gnoðarvogsvegi og á Álfheimaveg eiga oft í erfiðleikum með að komast inná sem skapar umferðarteppu.

Hringtorg á þessum stað er ekki góð hugmynd fyrir gangandi og hjólandi. Allt aðgengi fyrir þann hóp yrði verra. Gangandi og hjólandi fer fjölgandi í hverfinu og hægur umferðarhraði og góðar gönguleiðir eru það besta sem við setjum þarna. Hringtorg greiða fyrst og fremst fyrir umferð bíla en erfiðara er fyrir gangandi og hjólandi að fara yfir götu við inn og útkeyrslur af hringtorgi. Í dag er ekki meiri umferð þarna en svo að stundum þarf maður að bíða í smá stund ef maður er á bíl á háannatíma

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information