Veggi á fótboltavöll við Melaskóla

Veggi á fótboltavöll við Melaskóla

Bæta við veggjum á battalausa fótboltavöllinn við Melaskóla. Í haust kom nýr fótboltavöllur á skólalóð Melaskóla en því miður voru ekki veggir á honum. Völlurinn er þess vegna ekki nærri því eins gagnlegur og hann gæti verið. Með veggjum myndi nýtingin margfaldast. Krakkarnir þyrftu ekki að eyða tíma í að ná í bolta sem fara út af og virkni yrði mun meiri. Völlurinn myndi gera það gagn sem svona völlum er ætlað.

Points

Veggir á völlinn gera hann mun notendavænni. Að reisa battavöll án batta er svipað og að byggja hús en sleppa því að hafa þak á því. Hægt væri að klæða veggina með teppi eða einhverju hljóðdempandi að innanverðu og þá ætti hávaðamengun af vellinum að vera sáralítil. Með þessu væri hægt að nýta völlinn mun betur bæði við íþróttakennslu og í frímínútum. Auk þess yrði nýting á vellinum utan skólatíma mun betri sem hlýtur að vera öllum til góða.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information