Stefnur um Öruggari Rými í Listaborginni Reykjavík

Stefnur um Öruggari Rými í Listaborginni Reykjavík

Mér lýst vel á þessa stefnu og vil gerast henni liðtækur. Það verður spennandi að vinna að markmiðum hennar. Ég held það sé þó nauðsynlegt að tækla málefni öruggri rýma strax ef á að ráðast á í þetta. Undanfarin ár hefur grasrótin í skemmtanalífinu, sjálfstæðir tónleikahaldarar, listakollektívur, hinseginsamfélagið og róttækari rými verið að innleiða öryggisstefnur í rýmum sínum. Ég tel öryggi vera grunnstoð heilbrigðrar skemmtunar í menningu og listum. Sérstaklega ef litið er á stöðu mála í ljósi seinni bylgju #metoo þar sem konur og minnihlutahópar sérstaklega opinberuðu það mikla áreiti sem þau verða fyrir á skemmtistöðum og menningarviðburðum. Þetta tel ég ásamt jafningjum mínum í grasrótinni geta verið að miklu leyti læknað með því að innleiða sterkar stefnur sem miðla þessum hugmyndum um öruggari rými. Með því að gera öllum gestum listasýninga, tónleika, balla, útihátíða (o.fl.) skýr mörk um hvernig hegðun sé óboðleg/skaðleg í rýmunum/viðburðunum er hægt að auka bæði meðvitund gesta um eigin hegðun og auka öryggistilfinningu hjá þeim hópum sem eru mest viðkvæmir fyrir skaðlegri hegðun annara. Rými í Reykjavíkurborg sem hafa yfirlýstar stefnur um örugg rými eru t.d. Fúsk í Gufunesi (úthlutað rými frá borginni) og post-húsið í Skerjafirði (einnig útlutað af reykjavíkurborg) og fleiri rými á borð við Fraktal reykjavík og Andrými. Ég tala af reynslu við innleiðingu þessara stefnu í post-húsinu og á tónlistarhátíðum þar sem hugmyndin er að með því að auka meðvitund og þannig margfalda ábyrgðarhlutverkin yfir á gestina höfum við skapað góð samfélög sem passa uppá hvort annað og gefur fólki tækifæri til að sýna ábyrgð í hvernig það skemmtir sér. Þess vegna vil ég að bætt verði við heilli grein þar sem talað er um stefnumyndun öruggari rýma með framtíðarsýn um að gera slíkar stefnur að nýja norminu í menningarlífi Reykjavíkur. Ég kem ekki fleiri orðum fyrir hér en er tilbúinn að vinna þetta með ykkur. Snæbjörn Jack s.6597298 og snæ[email protected]

Points

Mjög góður punktur og á vel heima í stefnunni finnst mér. Gæti líka verið aðgerð útfrá kaflanum um aðgengi.

This is a very important point. As a person with experience in organising a festival and co-running a club venue I can agree how much a difference it makes to bring safe spaces and policies into action. These policies then also open doors to more people and age groups as well as make transition for venues to not be alcohol-sale dependant, but focused on the community and art.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information