Ég fagna þeirri áherslu sem er á listir og menningu í öllum hverfum borgarinnar í stefnunni. Verulegur skortur er hins vegar á heppilegum á viðburðarrýmum í úthverfunum og því er í sumum tilfellum mjög erfitt að bjóða upp á ákveðna tegund viðburða utan miðborgarinnar, þrátt fyrir góðan vilja. Þó bókasöfnin heiti nú menningarmiðstöðvar þá eru þau bókasöfn og viðburðarýmin þar þvi ekki heppilegir tónleikastaðir eða leikhús, til dæmis - og kirkjur henta bara fyrir ákveðna tegundir viðburða. Huga þarf að þessu sérstaklega í aðgerðum ef uppfylla á metnaðarfull markmið 7. kafla.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation