Ungbarnarólur á leikvelli

Ungbarnarólur á leikvelli

Það vantar ungbarnarólur, körfurólur, á leiksvæði í Grafarvogi fyrir þau allra yngstu. Þetta er auðvelt í framkvæmd. Það eina sem þarf að gera er að fjarlægja eina rólu á leiksvæði og setja ungbarnarólu í staðin. Þarf engu að bæta við eða neitt slíkt. Á rólóvelli í Foldahverfi (við Frostafold og Jöklafold) eru t.d. 3 rólustæði og engar ungbarnarólur þar þannig að þau allra yngstu geta ekki notið þess að róla með eldri systkinum t.d.

Points

Algjörlega sammála þessum rökum, en vil leggja áherslu á ungbarnarólur, körfurólur sem virðist vanta á öll leiksvæði í Grafarvogi. Finnst einnig að mætti breyta jarðvegi , setja gúmmímottur, gras. Hef kynnst því á leiksvæði fyrir neðan Hléskóga. Ég get varla sent barnabörnin mín á leiksvæði í kring um mig vegna þess að jarðvegurinn sem þar er, virðist vera sementsblandaður og drulla. Þau koma heim öll haugskítug sama hvernig veður er, þurrt eða blautt.

Í fljótu bragði þá man ég ekki eftir neinni ungbarnarólu í Grafarvogi og mér þykir það slæmt. Mér finnst eðlilegt að allavega 1-2 slíkar séu í hverju hverfi. Í Grafarvogi eru margar barnafjölskyldur og vantar alveg afþreyingu fyrir þau allra yngstu á leikvöllunum.

Alveg sammála, ætlaði einmitt að fara að koma með þessa hugmynd fyrir þetta hverfi. Ég hef mikið labbað um Foldahverfið og það sárvantar körfurólu fyrir yngri dóttur mína. Hún hefur svo gaman af því að róla og er langt frá því að geta rólað ein. Ein körfuróla í stað venjulegrar rólu á hverjum leikvelli í Foldahverfinu í Grafarvoginum (og sennilega í öllum Grafarvoginum) væri mjög vel þegið svo börn á öllum aldri getið rólað sjálf.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information