Handboltavöll við Egilshöll

Handboltavöll við Egilshöll

Það er mikil þörf fyrir fjölnotaíþróttahús við Egilshöll sem myndi þjóna bæði handbolta og körfubolta. Frábært væri að byggja það samhliða fimleikahúsi líkt og teiknað hefur verið upp. Tvöfaldur völlur (40x20m) er það sem Fjölnir þarf. Einnig hefði Borgarholtsskóli not af þessari aðstöðu á daginn.

Points

Umf. Fjölnir hefur mjög allt of litla aðstöðu til afnota í Grafarvogi. Einn heill handboltavöllur sem deildin deilir með körfuboltanum er allt of lítið. Hverfið er stórt og aðstöðuleysi hamlar vexti þessara deilda og gerir allt starfumhverfi erfitt, sérstaklega í samkeppni við önnur félög með betri aðstöðu. Nú þegar sækir deildin æfingar utan Reykjavíkur og greiðir fyrir það. Fjölnotaíþróttahús getur nýst báðum deildum og e.t.v. fleiri og mun nýtingin vera góð, sérstaklega með Borgó á daginn

Þessu til stuðnings má benda á það að sökum aðstöðuleysis hafa krakkar niður í 15 ára gamlir þurft að stunda æfingar seint á kvöldin, langt fram að miðnætti. Það er löngu orðið tímabært að bæta aðstöðu innanhúsbolta í Grafarvogi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information