Lítil skjólsæl leiksvæði með grillaðstöðu

Lítil skjólsæl leiksvæði með grillaðstöðu

Það myndi skapa góða stemmningu ef það væri hægt að nálgast lítil skjólsæl leiksvæði með grillaðstöðu. Það mætti dreyfa þessum skjólsvæðum leiksvæðum meðfram elliðarárdalnum og búa til lítil svæði þar sem fólk, ungir sem aldnir, geti safnast saman og haft það náðugt. Það má nálgast fyrirmynd t.d. á klambratúni, þó er mikilvægt að hafa þetta víðsfjarri allri umferð. Einnig er mikilvægt að hafa svæðið skjólsætt þar sem það blæs oft vind á íslandi sem kælir oft sólríkt veðurfar.

Points

Rökin við að búa til lítil skjólsæl leiksvæði með grillaðstöðu eru mörg. Fjölskyldufólk leitar alltaf á þeim stöðum þar sem krakkar geta komið og leikið sér. Foreldrar vilja getað setið niður á meðan börnin leika sér. einnig væri ekki verra að geta gripið með sér pylsupakka til að grilla eða haft góða nestisaðstöðu. Annars þarf að fara heim að borða. Planta NÓG af trjám til að koma í veg fyrir vindkælingu, þannig má lengja viðverustund margfalt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information