Bæta bekkjum fyrir fólk til að setjast á, gera þetta meira huggulegt, setja upp leiktæki (rólur, brýr, reipi), kannski vatnbrunn eða einhversskonar krana til að þrífa hundana áður en þeir fara í bílinn, rör til að labba í gegnum. Allskonar :) Endilega google'a 'dog park'. Gerum Geirsnefið huggulegt.
Ég hef farið í hundagarða í Flórída í Bandaríkjunum og það er allt rosalega huggulegt, helling af sætum og meira að segja dót fyrir hunda, súlur með bandi og bolta í, reipi föst við bjálka og rólur meira að segja. Ég veit að þið voruð að setja upp 3 hundagerði og finnst mér að þið eigið að fá plús í kladdann fyrir að reyna að gera eitthvað EN það að skella upp girðingu og kalla það hundagerði er bara ekki nóg. Við sem eigum hunda í stærri kantinum getum varla kastað bolta þar. Lagið geirsnef.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation