Breyttar reglur um niðurrif húsa

Breyttar reglur um niðurrif húsa

Breyttar reglur um niðurrif húsa

Points

Víða um Reykjavík eru auðar lóðir þar sem hús hafa verið rifin undir þeim formerkjum að eitthvað nýtt og betra komi í staðinn. Því miður eiga efnahagslegar forsendur það til að breytast og þá stendur ekkert eftir nema hola í jörðinni. Dæmi um slíkt er að finna við Skúlagötu (Höfðatorg), Mýrargötu og Stórholt (Gamla Hampiðjan). Það mætti endurskoða kerfið og skylda framkvæmdaaðila til þess að sýna fram á fjármögnun nýbyggingar áður en eldri byggð er rifin.

Sýnist þetta vera rök á mótiu hugmyndinni

Gummi, þetta hefur ekkert með friðun að gera. það er sjálfsagt og gott mál að rífa og byggja nýtt þegar þess þarf. Hins vegar er hvimleitt fyrir borgarumhverfið að hús séu rifin til þess eins að eigandi þurfi ekki að borga fasteignagjöld. Sem fyrr segir er auð bygging betri en umgirt hola. Með smá þolinmæði má oft finna not fyrir auðar byggingar. Gott dæmi um slíkt er Kex hostel við Skúlagötu.

Friðlýsa á alla"gömlu"Reykjavík. Þetta mun stemma stigu við niðurrifi og eyðileggingu borgarmyndarinnar og stöðva það að peningamenn geti keypt upp heilu göturnar til að byggja eintóma kassabyggingar í gróðraskini.

Lágmark er að fylla holuna - og tyrfa yfir. tengist hugmyndinni: Leyfi til að rífa hús áður en ákveðið er hvað komi í staðinn.

Reykjavíkurborg á ekki að skipta sér af þess á annan hátt en að farið sé að skipulagi , ef einhver vill rífa niður sína eign og byggja upp á nýtt ,þá er það sjálfsagt og borginn á að segja já og amen. Ekkert friðunarkjaftæði , það getur ríkið séð um.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information