Fjármálakennsla byrji í 1. bekk grunnskóla.

Fjármálakennsla byrji í 1. bekk grunnskóla.

Fjármálakennsla byrji í 1. bekk grunnskóla.

Points

Fjármálakennsla byrji því í 1. bekk grunnskóla.

Kannski setja markið aðeins lægra? 5 og 6 ára krakkar hafa lítið við fjármálakennslu að gera. Hins vegar væri góð hugmynd að byrja slíka kennslu í 5. eða 6. bekk, þegar krakkar eru flestir farnir að hafa einhverja fjármuni milli handanna, og hafa þá strax hag af (og áhuga á) kennslunni.

Mig langar að gera örstutta athugsemd við niðurstöður nefndarinnar. Þar sem þetta umræðuefni er nú þegar tekið fyrir í námskrá finnst mér undarlegt að hafna þessari beiðni (og merkja hana failed) í stað þess að merkja hana sem í framkvæmd því að hugmyndin er vissulega í framkvæmd þó að þeir sem hana studdu og lögðu fram hafi ekki vitað af tilvist þessa námsefnis í námsskrá. Það gefur raunsannari mynd af niðurstöðunni, hér virðast allir vera sammála. Og ekki finnst mér verra að þegar einhver tekur saman tölur af Betri Reykjavík að þá falli þessi hugmynd með hugmyndum sem hafa fengist í gegn í stað þess að vera talin með 'Failed' hugmyndum.

Ég er algjörlega á móti þessarri hugmynd, því unga kynslóðin er svo ung að börn skilja ekki svona hluti og munu ekki geta myndað sér skoðanir á fjármálakerfi landsins, plús það að þau eru ekki að skipta sér að svonalöguðu.

Hugmyndir um að helstu mælikvarðar á heilbrigði og framþróun samfélagsins eru meira og minna allir efnahagslegir. Við þurfum einmitt að auka áherslu á aðra þætti. Það gerum við ekki með því að kenna sérstaklega um fjármál í 1. bekk grunnskóla. Feykinóg að slík færni sé kennd á síðari stigum.

Ég er mjög hlynntur fjármálakennslu í grunnskólum en finnst að hún ætti frekar að fara fram í unglingadeild. Ef þetta er kennt í 1. bekk gleymist þessi mikilvæga þekking þar sem hún er líklegast ekki nýtt almennilega fyrr en c.a. 10 árum seinna

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information