Óðinstorg sem varanlegt bókmenntatorg


Óðinstorg sem varanlegt bókmenntatorg

Óðinstorg er núna bílastæði. Gert er ráð fyrir að torginu verði breytt í varanlegt torg og bókmenntatorg á vel við þar sem þarna eru göturnar með nöfnum goðanna og goðinn komu með skáldamjöðinn. Auk þess bjuggu og búa mörg skáld í hverfinu. Útlit torgsins þyrfti að vera í samræmi við þetta

Points

Þegar torgið er orðið varanlegt, mætti gera götuna sem liggur meðfram því að einstefnu og halda þannig helmingi bílastæða sem eru núna, en aðeins fyrir smálbíla. Stórir bílar eiga ekki að vera í stæðum í miðbæ.

Umræða um Óðinstorgið hefur verið í gangi í tvo áratugi hjá íbúum hverfisins og einmitt á þá vegu að fá bílana burt og fallegt torg í stað þess. Einu sinni fyrir langa langa löngu og í upphafi var torgið einmitt markaðstorg þar sem fisksalarnir seldu sjáfargullið. Ég vona að núna sé tími loksins komin til að tjalda ekki bara til einnar nætur (Torg í biðstöðu) heldur að láta hendur standa fram úr ermum og gera torgið að fallegum unaðsreit íbúum og gestum hverfisins til góða.

Ég styð þá hugmynd að gera Óðinstorg að bókmenntatorgi og finnst fara vel á því. ´Þá sé ég fyrir mér að þar væri að finna kynningar á skáldum borgarinnar, til dæmis einhvers konar veggspjöld, og einnig stuttar uppákomur tengdar bókmenntum á góðviðrisdögum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information