Væri ekki flott að hafa ætijurtir á svæðum þar sem nú er verið að rækta tré, blóm og gras. Það væri ákjósanlegt að fá íbúa í samstarf um að taka svæði í fóstur og taka ábyrgð á að rækta og uppskera á svæði í sínu hverfi. Á Íslandi er hefur sýnt sig að hægt er að rækta ýmsar tegundum ávaxtatrjáa og marga berjarunna og hví ekki að hafa rifsber, sólber, hindber, jarðarber og logalauf (aroniu - einn nýjast súperávöxturinn sem vex vel á norður slóðum) í kringum leikvöllin og í kirkjugarðinum.
Nútíminn kallar á hagkvæmni og skynsamar lausnir á nýtingu á landi og visvæna hegðun mannsins. M.a. með því að rækta ávaxtatré, ávaxtarunna og grænmeti í heilbrigðu samfélagi við aðrar jurtir á grænum svæðum með næringu úr lífrænum úrgangi frá nágrönnum. Þannig má nálgast fæðu í nánasta umhverfi og spara ferð í búðina og spara flutning á lífrænum úrgangi í endurvinnslu. Vistmenning er framtíðin, að maðurinn lifi í sátt við umhverfið, minnki sóun og mengun. Þetta eru alvöru lífsgæði!
Of mikil mengun af urblæstri bila til að matjurtir yrðu hollar..
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation