Gera nýja gönguleið inn í Laugardalinn frá stígnum/götunni sem liggur á milli sundlaugarinnar og tjaldsvæðisins.
Leiðin myndi stytta leið þeirra sem búa á Lækjunum/Teigunum inn í Laugardalinn, íbúar myndu sleppa við að þurfa taka stóra krók meðfram sundlauginni, World Class, stúkunni og Þrótti til að komast inn í dalinn. Auk þess myndi hún fjölga gönguleiðunum um dalinn og tengja hann betur við hverfið þar sem er að finna ýmsa þjónustu.
Mjög sammála þessu
Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/7090
Frábær hugmynd. Fúlt að þetta skyldi ekki ná inn í kosninguna. "Vegna deiliskipulags". Það eru núna þykk trjágöng milli kastvallar og Valbjarnarvallar og það væri flott ef það væri opnaður trástígur þar eins og sá sem er fyrir ofan tjaldsvæðið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation