Þessi hugmynd á við öll hverfi. Gengur einfaldlega útá það að þeir sem eru í fæðingarorlofi fái sömu réttindi og öryrkjar/ eldri borgarar/ námsmenn s.s. ódýrara í sund, söfn og strætó.
Þeir sem eru í orlofi hafa ekki mikin pening milli handana en eru á slæpingi alla daga. Það er hollt fyrir foreldra að fara í sund og söfn. Það er þæginlegt að ferðast með barnavagn í strætó og einstakelga jákvætt og hvetjandi að kynna bíllausan lífstíl fyrir komandi kynslóð.
Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/7220
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation