Opna Hagamel að Hagatorgi kl. 8:15 til 8:45 til að auka öryggi við Melaskóla

Opna Hagamel að Hagatorgi kl. 8:15 til 8:45 til að auka öryggi við Melaskóla

Sett verði læsanlegt hlið í stað trjágróðurs við enda Hagamels sem verði opnað í hálftíma á hverjum morgni þegar börnin mæta í skólann. Þegar hliðið er opið verður einstefna frá Furumel að Hagatorgi. Ökumenn geta þá hleypt börnum út gangstéttarmegin (skólamegin) og haldið áfram för sinni án þess að snúa við með tilheyrandi áhættu fyrir börn og gangandi vegfarendur. Skólaliði sem nú sér um gangbrautarvörslu á Neshaga myndi sjá um að opna og loka hliðinu.

Points

Þótt æskilegt sé að öll börn gangi í skólann þá geta aðstæður verið þess eðlis að foreldrar þurfi að aka þeim. Aðstæður til þess að stöðva bíl og hleypa börnum út með öruggum hætti eru ekki á hverju strái í kringum Melaskóla. Helstu staðirnir eru við Íþrottahús Hagaskóla og á Hagamel milli Furumels og Hagatorgs. Sá galli er á báðum þessum stæðum að þau eru í botnlanga og krefjast þess að ökumenn bakki talsvert til þess að komast út úr þeim á sama tíma og lítil börn eiga leið um sömu götur/stæði.

Betra væri að færa lokunina á Hagamel til þannig að hún væri við Furumel. Þá væri hægt að aka inn á bílastæðið frá hringtorginu og þannig minka umferð inn í hverfið. Auk þess væri þá hægt að úbúa "drop off" fyrir börn sem er ekið í skólan við Hagamel/Furumel og við Hringtorgið. Þessi gatnamót sem eru í fjórar áttir yrði þá aðeins í þrjár og aðeins einfaldara að fara um þau fyrir börn og ökumenn. Það mætti einnig skoða að útbúa fleiri "drop off" svæði t.d. við Neshaga.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information