Hofsvallagata við Hringbraut

Hofsvallagata við Hringbraut

Eins og allir vita sem fara eitthvað um Vesturbæinn þá myndast oft erfiður flöskuháls á Hofsvallagötu við Hringbraut- sunnanmeginn við Hringbraut fyrir þá sem ætla upp Hofsvallagötu eða beygja inn á Hringbrautina - til hægri eða vinstri. Þarna er eingöngu einföld akbraut eftir að tekið var úr götunni fyrir hjólastíg.

Points

Ég átta mig ekki alveg á hver er hugmyndin hér? Færa allt í það horf sem áður var? Ég er ekki hræddur við að fara á hjólinu enda upplifi ég að búið sé að skapa pláss fyrir mig en betur má ef duga skal (sjá t.d. hugmyndina um upphækkaðar hjólareiðaakreinar). Það er bagalegt að merkingar fyrir hjólaakrein hefur þurrkast út.

Hofsvallagata/Hringbraut, flöskuháls vegna hjólreiðastígs f. sunnan gatnamótin. Nú hagar þannig til að næstum aldrei er nokkur þarna hjólandi en næstum alltaf bíða þarna bílar. Ég er mjög hlynnt því að hygla að hjólreiðafólki í umferðinni, en er ekki samt betra þarna að vísa hjólreiðafólki á gangstéttina þennan stutta spotta - og greiða þar með mjög fyrir allri umferð um þessi gatnamót? Það fara oft bara örfáir bílar þarna í gegn á ljósi, líka vegna gangbrautanna.

Hofsvallagatan er miklu hættulegri eftir að hún var þrengd.Fer sjálfur þarna 6 til átta sinnum í hverri viku, og eftir þrenginguna, þá er meiri hætta á að lenda í slysi-:( Ekki séð neinn hraðakstur í þessi 30 ár, sem ég hefi farið um götuna áður en þessu var breytt, en núna er maður hræddari við að fara á hjólinu-:( Taka síðan niður staurana við Hringbrautina til þess að greiða fyrir umferð yfir gatnamótin, svo ekki þurfi að bíða eins roooosalega lengi eftir að komast yfir-:( Slæm breyting-:(

Eftir að götunni var breytt finnst mér miklu betra að hjóla eftir Hofsvallagötunni. Það sem mér finnst helst að þessum breytingum er að þær voru ekki kláraðar, þ.e. syðri hluti Hofsvallagötunnar er enn óbreyttur og það getur verið óþægilegt að koma yfir gatnamótin við Hagamel þegar bíll bakkar út úr stæði framan við Melabúðina.

Hjólreiðamenn nota miklu frekar gangstéttina austan megin Hofsvallagötu og fara svo á gangbraut yfir Hringbrautina austanvert við gatnamótin, enda hjólastígurinn meðfram Hofsvallagötu algjör hrákasmíð þar sem hvorki hefur verið hugsað fyrir upphafi hans eða endi

Sárafáir hjólreiðamenn fara upp Hofsv.götu að austanverðu og þeir fáu hjóla undantekningalítið upp á gangstétt áður en að ljósum kemur og síðan yfir gangbraut á Hringbraut (NB þeim ber að leiða hjólin yfir gangbrautir!). Legg til að láta hjólabraut enda við norðurhlitð Víðimels, beina henni þar upp á gangstétt en opna á ný beygju-akgrein til austurs til að liðka fyrir bílateppum. Má setja blikkandi varúðarljós fyrir hægri beygju svo ökumenn taki meira tillit til hjólandi og gangandi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information