Hljóðmön vestan Kringlumýrarbrautar frá Miklubraut að Bústaðavegi

Hljóðmön vestan Kringlumýrarbrautar frá Miklubraut að Bústaðavegi

Kringlumýrarbrautin er með einn mestan aksturþunga af götum borgarinnar. Hávaði frá Kringlumýrarbrautinni er orðin allt of mikill og hafa íbúar vestan Kringlumýrarbaut (v/Stigahlíð) fengið að kynnast því. Því legg ég til að reist verði hljóðmön meðfram vesturhlið Kringlumýrarbrautar til að auka lífsgæði íbúa vestan brautarinnar. Mönin gæti verið grasilögð jarðvegsmön eða úr timbri eða blöndu af hvoru tveggja,

Points

Reistar hafa verið hljóðmanir af minna tilefni. Hljóðmön hefur t.a.m. verið reist vestan Kringlumýrarbrautar á móts við íbúðarhverfi sem jafnan er nefnt ,,milli lífs og dauða". Einnig hefur verið reist hljóðmön austan brautarinnar á móts við bílastæði húsnæðis er áður hýsti Háskólann í Reykjavík. Hljóðmengun hefur farið ört vaxandi í borginni og er í sumum stöðum t.a.m. í austasta hluta íbðuðabyggðarinnar við Stigahlíð farin að bitna á lífsgæðum íbúa.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information