Göngubrú við suðurver

Göngubrú við suðurver

Hættuleg gönguljós, fólk hleypur yfir á rauðu, einnig teppa þau eðlilegt umferðaflæði. Mikil umferð gangandi fólks milli hlíða og kringlu á öllum tímum sólarhringsins

Points

Það er ekki pláss fyrir göngubrú / undirgöng á þessum stað öðruvísi en að rífa niður hluta af verslunarkjarnanum eða nærliggjandi hús. Það yrði galið. Sniðugara væri að stilla gönguljósin betur þannig að það verði hægt að ýta á takkann og fá strax upp grænan kall eins og er á öllum öðrum gönguljósum. Hvað varðar "umferðarflæðið" þá er enginn heimsendir þótt bílar þrufi að stoppa í 15-20 sekúndur.

Alveg ótrúlegt að þarna hafi enn ekki orðið alvarlegt slys. Ég fer mjög oft þarna og myndi segja að í svona tíunda hvert skipti fari bílar yfir á rauðu.

Það skiptir máli hvaða aðstæður eru á hverjum stað fyrir sig hvort göngubrýr, undirgöng eða gönguljós verði fyrir valinu. Göngubrýrnar við Kringluna, Skeifuna og fleiri staði eru vel hannaðar og góðar, enda langt á milli húsa þar og nóg pláss. Á Kringlumýrarbraut við Suðurhlíð eru hinsvegar hús sem standa alveg uppvið götuna sem þýðir að það er minna pláss fyrir hendi þar. Aðgengið að göngubrúnum yrði því ekki eins gott þar. Ef það er yfirhöfuð pláss þar þ.e.a.s.

Mikil slysahætta. Það er mikið um að bílstjórar gleymi að stöðva á gönguljósunum við Suðurver. Við höfum margoft verið í hættu vegna þessa á leiðinni yfir gangbrautina.

Mikil hætta á alvarlegum slysum í framtíðinni

Nægt pláss fyrir brýr eins og eru yfir Hringbraut í Vatnsmýrinni.

Slysahætta mikil. Fólk/ungt fólk/börn freistast til að hlaupa yfir á rauðu þar sem löng bið er eftir grænu. Þarf einnig brú yfir Miklubraut hjá 365 t.d.

Þetta er löngu tímabært.

Skv. tillögu að nýju deiliskipulagi stendur til að bæta við strætóakrein á Kringlumýrarbraut og lengja gangbrautina upp í 8 akreinar. Benda má á þann kost að gera ystu akbraut Kringlumýrarbrautar eins og nú er, að forgangsakrein. Það myndi stuðla að ögn öruggari gangbraut þótt göngubrú sé öruggari kostur. Það er frestur til 12. apríl að koma á framfæri athugasemdum, sjá hér: http://reykjavik.is/skipulag-i-kynningu/kringlumyrarbraut-fra-miklubraut-ad-bustadavegi-0

Þarna er feikinóg pláss fyrir göngubrú og ætti að setja hana upp sem fyrst. Engin haldbær rök eru fyrir því að þessi staður sé ekki góður fyrir brú, því mjög mikil umferð er um Kringlumýrarbraut og fólk í beinni hættu þarna.

Auðvitað væri meiri prýði af fallegri brú og best væru undirgöng (sem mér skilst að gangi ekki upp vegna röra). En í versta falli er hægt að setja brú með tröppum sem eru beint upp og hjólandi þurfi þá að fara niður á gatnamót. Það hlýtur að vera hægt að gera svoleiðis brýr fallegar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information