Jötnaborgir - Göngustígur úr botnlanga

Jötnaborgir - Göngustígur úr botnlanga

Þar sem að Jötnaborgir er botnlangi vantar tengingu milli götunnar og gangstígs fyrir ofan hana. Mikið er um að fólk komi inn í götuna en engin leið er út úr enda botnlangans. Ekki er hægt að komast með góðu móti frá götunni að göngustígum fyrir ofan nema eftir troðnum slóða sem er í misjöfnu ástandi eftir árstíðum. Mælst er með því að gerður verði malarstígur frá götu að göngustígum fyrir ofan hana.

Points

Þarna er mikil slysahætta og ástandið á troðningnum skemmir gangstétt og götu. Í rigningartíð rennur mikið magn vatns þarna niður sem að leysir upp jarðveginn og ber með sér niður á götuna. Í rigningartíð rennur mikið magn vatns þarna niður sem að leysir upp jarðveginn og ber með sér niður á götuna sem skemmir og skapar hættu þegar gangandi vegfarendur reyna að komast þarna á milli við misjafnar aðstæður. Að vetri er þarna hálka og enn meiri slysahætta fyrir fólk.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information