Bætt umferðaröryggi

Bætt umferðaröryggi

Breikka Hæðargarð frá Réttarholtsvegi að gamla Víkingsheimilinu.

Points

Hefði viljað sjá Hæðargarðinn verða að botngötu enda allt of mikið um óþarfa umferð og gegnumakstur þar sem menn reyna að komast hraðar yfir og losna við umferð og ljós. Mikill friður og öryggi myndi færast yfir götuna og leysa bæði hraða vandamál og jafnvel bílastæðavandamál.

Það á alls ekki að breikka þessa götu, þetta er íbúa gata, fólk er að bruna þarna í gegn eins og þetta sé stofnbraut, það er fjöldi barna sem búa við götuna og þarna í kring sem ganga í skólan þarna rétt við og eru eru í stórhættu þarna á hverjum degi og ég býð eftir að slys verði á börnum. Það þarf að þrengja götuna ef eitthvað er og það á ekki að nota þessa íbúa götu sem stofnbraut.

Allt of margir vilja bruna í gegnum götuna, og gæta ekki að því að börn eru þarna á gangi á leið í skóla. Hér þarf frekar að hægja á umferð heldur en hraða henni.

Væri ekki meiri vit í því að banna ökumönnum að legga bílunum báðum megin við götuna?

Þrengsli of mikil á gatnamótum þar sem gengið er yfir götuna og jafnfram keyrt inn í Hæðargarðinn í miklum þregnslum. Skemmdir á bílum haf oft átt sér stað vegna þrengslana og ó þarfi að búa við þessar aðstæður

Sammála Þessu. Mætti búa til bílastæði þar sem grasið er og breikka götuna. Gatan verður einbreið í snjó. Þarf oft að vikja til hliðar þegar maður mætir bíl

Breiðari götur auka umferðarhraða og eiga slíkar breytingar ekkert erindi í íbúðarhverfi. Vandamálið er ekki þröng gata heldur illa lagðir bílar.

Stýra á umferð í gegnum stofnbrautir en ekki íbúðargötur og hvað þá íbúðargötur með leikskóla og grunnskóla (margir foreldrar skutla börnum í Breiðó en stoppa í Hæðgargarði). Takmarka á umferð í slíkum götum en ekki nota þær götur sem "gegnumstreymis" götur þar sem stofnbrautir eru hættar að anna umferð. Styrkja á stofnbrautir frekar með breikkun og betra skipulagi.

Sammála þessu. Það er allveg ólíðindi að íbúar hafi búið til sína eigin þrengingu efst á Hæðargarði - sérstaklega þegar það er snjór og gatan verður einbreið. Ég bý við miðja götuna þar sem engir bílar eru öðru megin - beint á móti Jörfa. Þetta er eini kaflinn sem er ekki þröngur vegna bíla eða hraðahindranna og því gefur fólk skiljanlega alltaf í á þessum kafla. Það þarf að endurhugsa þessa götu þannig að hún sé almennilega ökufær í báðar áttir og flæði sé gott, en líka að hún sé örugg.

Martgar tillögur eru komnar um þennan vegstubb til að bæta umferð og minnka slysahættu og mætti gjarnan sameina þær. Tillagan sem hér er til umræðu tekur fyrst og fremst mið að því að draga úr slysahættu á gatnamótunum Hæðargarðs og Réttarholtsvegar. Það mælir ekki á móti þrenginu neðar eða jafnvel lokun á móts við Garðaflöt. Það má beina öllum þessum tillögum um bætta umferð í Hæðargarði inn í eina, sem verður verulega til bóta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information