Leiksvæðið við Berjarima

Leiksvæðið við Berjarima

Þetta svæði er til háborinnar skammar fyrir borgina. Hér hefur ekkert verið gert í fjöldamörg ár. Allt orðið mjög gamalt og úrelt.

Points

Þetta svæði gæti svo vel verið skemmtilegt útivistar svæði þar sem það er þó nokkuð stórt. Hægt væri að koma fyrir smá bolta velli ásamt leiktækjum fyrir þau yngri.

Sammála. Nóg pláss og hægt að gera mikið betur, mörg börn búa í götunni og nágrenni. Þykir miður að þurfa að fara annað með börnin mín að leika sér þrátt fyrir að þetta sé fyrir utan stofugluggann hjá mér.

Þessi leikvöllur er í niðurníðslu. Það er lítið á vellinum sjálfum og fullt af plássi, möl og gras sem er hægt að gera eitthvað við.

það er löngu kominn tími á að taka þennan leikkvöll í geggn. endurnýja leiktæki og setja eitthvað annað en möl.það sárvantar rólur fyrir ungbörn . ekkert búið að gera í mörg ár.

Það getur engin notað svæðið eins og það er núna. Fullt af kattarskít og eldgömul leiktæki.

Nauðsynlegur leikvöllur í hverfinu sem þarf að lagfæra sem fyrst svo hann þjóni tilgangi sínum

Löngu tímabært að taka þennan leikvöll í yfirhalningu samkvæmt kröfum númtímans. Væri t.d. til í að sjá ungbarnarólur og nýtt löglegt undirlag.

Þessi leikvöllur eins og flestir í hverfinu er í slæmu ástandi. kastalinn er óöruggur, mölin full af kattarskít, húsið fullt af kattarskít og leikhesturinn brotinn. Í raun er ekkert leiktæki í lagi þarna nema kannski rennibrautin.

Mjög nauðsynlegt að endurnýja þennan leikvöll. Hann hefur setið eftir og þau fáu leiktæki sem eru þarna, eru ónýt eða mjög illa farin.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information