Leikskólinn Laufskálar þarf að fá yfirhalningu

Leikskólinn Laufskálar þarf að fá yfirhalningu

Við óskum eftir nýjum leiktækjum á leikskólann og þá helst nýjan kastala. Tækin á leikskólanum Laufskálum eru að grotna niður, svæðið er eitt drullusvað þegar rignir og vatnið safnast saman í polla á gangstéttum. Leiktækin eru mörg hver orðin úr sér gengin og hættuleg. Svæðið sjálft býður upp á marga góða möguleika til þess að efla þroska og leik meðal barna. Við viljum leikskólalóð sem býður upp á fjölbreytta möguleika og nægilegt rými fyrir hreyfingu og margvíslega leiki.

Points

Það er kominn tími á að taka þessa lóð í gegn og óþarfi að færa leikskólann alltaf aftar á forgangslistann. Börnin í hverfinu eiga skilið betra

Finnst alltaf jafn sorglegt að ganga þarfna framhjá og sjá kastalan grotna niður þessi lóð er mjög óhentug í því ástandi sem hún er í dag. Pollamyndun mikil og illa upplýst lóð. Erum við nokkuð að bíða eftir slysi?

Mikilvægt er fyrir börnin að fá leiktæki sem stuðla að góðum leik fyrir nám og þroska. Leiktækin sem nú eru á svæðinu upplifðu sitt gullaldarskeið fyrir ansi mörgum árum síðan og lóðin sjálf þarfnast yfirhalningar sömuleiðis. Löngu kominn tími á að bæta aðstöðu barnanna sem eiga allt það besta skilið og leið væri verið að bæta vinnuumhverfi frábærra leikskólakennara og annara starfsmanna leikskólans.

Tími til kominn að taka þessa lóð almennilega í gegn. Leiktækin er orðin mjög slitin og gömul og hreinlega hættuleg. Lóðin og svæðið fyrir framan leikskólann er illa upplýst og það myndast drullupollar og leðjusvað um allt þegar rignir. Börnin í hverfinu þurfa á betra og öruggara leiksvæði að halda.

Þessi leiktæki eru orðin 20ára gömul og mörg orðinn mjög hættuleg. Aðeins ein róla sem notuð er í útivist sem allir rífast um. Búið er að endurnýja marga aðra leikskóla í grafarvogi þar á meðal lyngheimar sem var byggður 2-3 árum eftir lauskálum og rólóvöllinn sem er við hliðiná. Mjjög leiðinlegt að sjá svona mismunun, sérstakleg þegar rólóvellir í grendinni eru teknir í gegn frekar en leikskólinn.

Eitthvað verður að fara að gera fyrir leikskólalóðina hjá Laufskálum. Leiktækin eru löngu úr sér gengin, lóðina þarf að taka í gegn og bara leiksvæðið allt í heild. Börnin mín tvö eru á þessum leikskóla og eiga þau, sem og öll önnur börn og kennarar á Laufskálum, skilið mun betra leiksvæði en nú er boðið upp á. Ég vona að ráðist verði í framkvæmdir ekki síðar en í sumar!

Er sammála fyrri rökum og skil ekki hvers vegna málið er ekki sett í einhvern forgang hjá borginni.

Það er löngu tímabært að taka lóðina og laga hana. Hún er orðinn slysagildra. Börnin í hverfinu eiga skilið að leikskólinn þeira sé lagaður

Löngu komin tími á að laga lóðina!

Það er löngu kominn tími á að taka leiksvæðið í gegn. Endurnýja þarf kastalann, ekki verra að bæta fleiri rólum og svo laga hin leiktækin eða skipta þeim út sem væri heldur betra. Þetta leiksvæði verður alltaf eitt drullusvað útaf pollamyndun sem mætti laga. Börnin eru framtíðin og eiga þau betra skilið sem og leikskólinn + starfsfólkið sem sinnir starfi sínu svo vel og eiga það besta skilið.

Nauðsynlegt er að fá nýjan kastala, hann er að grotna niður og löngu orðinn úr sér genginn. Þá er einnig nauðsynlegt að fá rólur, taka körfuróluna í burtu (enda getur hún verið hættuleg börnum og fá venjulegar rólur í staðinn. Þetta er það helsta sem brýnt er að ganga í strax, auk þess að fá nýtt hlið en hliðið sem er núna er þannig að börnin geta sjálf opnað það og þarf að vakta það allan þann tíma sem börnin eru úti að leika.

Það er löngu komin tími á að taka lóðina í gegn og börnin fái ný leiktæki, það er sorglegt að horfa upp á leiktækin grotna niður.

Kastalinn er orðinn gamall og slysahætta af honum. Flott lóð sem hægt væri að gera mikið með. Setja fleiri leiktæki og laga pollamyndun á svæðinu. Leiktæki á lóðina sem myndi henta fyrir yngstu og elstu börnin.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information