Gönguljós yfir Lönguhlíð við Bólstaðarhlíð

Gönguljós yfir Lönguhlíð við Bólstaðarhlíð

Gönguljós verði sett upp á Lönguhlíð til móts við Bólstaðarhlíð til að auka öryggi vegfarenda, ekki síst barna, sem leið eiga úr hverfinu inn á Klambratún. Fjöldi fólks nýtir túnið til útivistar eða samgangna. Í dag sæta börn lagi til að skjótast yfir Lönguhlíðina, þar sem oft og tíðum er greiðlega ekið. Gönguljós á þessum stað myndu bæði auka öryggi vegfarenda og notkun á Klambratúni.

Points

Gönguljós er eina vitið enda myndi ekki ganga að setja venjulega gangbraut á 4 akreina götu. Göngubrýr og undirgöng myndu ekki henta vegna plássleysis, en eins og sést á myndinni sé hún hliðruð til eru hús sem standa alveg upp við götuna. (Bólstaðarhlíð) og því ekki pláss fyri göngubrú / undirgöng.

Fjöldi gangandi og hjólandi vegfarenda, ekki síst barna, eiga leið yfir Lönguhlíð inn á Klambratún til móts við Bólstaðarhlíð. Þarna er stöðugur straumur fólks sem nýtir sér túnið til útivistar eða sem samgönguleið. Stór hluti þessa hóps eru börn úr hverfinu, sem og úr Ísaksskóla og Háteigsskóla. Eins og staðan er í dag sæta börnin lagi til að skjótast yfir Lönguhlíðina, þar sem oft og tíðum er greiðlega ekið. Gönguljós á þessum stað myndu bæði auka öruggi vegfarenda og notkun á Klambratúni.

Bendi á sambærilega tillögu frá 2016, umræður og rök. Þar er einnig bent á sams konar tillögur frá 2015 og 2014. https://hverfid-mitt-2017.betrireykjavik.is/post/7011/18097

eða undirgöng, það er trúlega ekki pláss fyrir göngubrú þarna

Göngubrú væri alveg tilvalin á þessum stað

Gönguljós finnst mér ekki ganga þarna miðað við hversu nálægt er Miklubrautinn og mikilli umferð þar, en göngubrú væri alveg skínandi lausn og ekki mikið mál fyrir góðan arkitekt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information