Skrúðgarð í Bryggjubrekku

Skrúðgarð í Bryggjubrekku

Skipuleggjum skrúðgarð í brekkunni ofan við Bryggjuhverfið. Það er gróskumikill gróður þarna, eins og grös og lúpína. Hundruðum trjáa hefur verið plantað þarna í gegnum árin. Það myndi fegra ásynd hverfisins að skipuleggja þetta svæði. Útbúa má útivistarsvæði með bekkjum sem veita útsýni á hverfið og voginn. Leggja má aflíðandi stíga um brekkuna, sem draga úr hallanum og gera svæðið aðgengilegra. Bæta má ásýndina enn frekar með styttu, gosbrunni og jafnvel opnum skála sem afdrep í rigningu.

Points

Fallegt svæði, með mikla möguleika ef ræktað.

Þetta myndi gera svo mikið fyrir hverfið og nágrennið í kring! Styð þetta hiklaust.

Tilvalið að skipuleggja þetta svæði svo það nýtist sem best

Brekkan er lítið notuð í dag en býður upp á skemmtilega útivistarmöguleika.

Flott hugmynd. Grænt er gott

Skrúðgarðar eru fallegir og myndu auðga mannlífið á svæðinu.

Taka grjóthrun úr myndinni og gera svæðið fallegra.

Byggjum upp manneskjulega borg með grænum höndum - plöntum trjám og gróðursetjum blóm á svæðum sem eru vel til þess fallin eins og svæðið sem hér um ræðir!

Algerlega sammála því að gera þessa brekku huggulegri með gróðri og göngutröppum eða -stígum. Finnst Borgin farin að standa svolítið í skuld við þetta hverfi eftir nánast algert skeytingar- og afskiptaleysi sl. ára svo ekki sé talað um raðsvik í tengslum við brottflutning Björgunar.

Gera fallegt svæði enn fallegra og auka nýtingu þess.

Aflíðandi stígar um brekkuna, sem hluti af skipulagingu svæðisins, munu einnig bæta aðgengi íbúa Bryggjuhverfisins að almenningssamgöngum og verslun á Höfðanum.

Ingibjörg Friðbertsdóttir, það eru skrúðgarðar á Akureyri og í Nyon við Genfarvatn í jafn miklum bratta. Það að brekkan með öllum sínum gróðri og útsýnismöguleikum verði skipulögð með aflíðandi stigum ætti ekki að draga úr líkum á svipuðum garði hjá ykkur, á flatlendi, ef nógu margir styðja hugmyndina.

endilega! vantar að fegra brekkuna

Ég held að það sé allt of bratt þarna. Ég hélt að garðurinn ætti að koma nálægt æfintýragarðinum

Það væri ekki leiðinlegt ef að þessi frábæra hugmynd kæmi til framkvæmda.

Fallegt svæði - grænt er gott! Plöntum trjám og gróðursetjum blóm....

Þetta myndi breyta öllu fyrir hverfið!

myndi fegra og bæta hverfið. Algjörlega frábær hugmynd.

Þetta myndi stórbæta ásýnd alls svæðisins!

Líka skemmtilegt að setja þar smá ''útsýnis'' pall og bekki.

Mæli hiklaust með fegrun brekkunar t.d. göngustígar, trjárækt,útsýnispallar lýst vel á það.

Föstudagskvöldið 10.03 var ég að keyra götuna við Sævarhöfða í beygjunni sem er undir klettunum þar sem er aðvörunar skilti vegna grjóthruns en þar hafði þá stórt grjót runnið niður og lögreglan var á staðnum og með ljósin kveikt til að láta vita af grjótinu sem var á miðjum veginum. Mér finnst rökin með því að gera brekkuna fallegri vera líka öryggis atriði.

Gera umhverfið fallegra í Bryggjuhverfi/Höfðanum með því að gróðursetja í brekkunni fallegan gróður og gera göngustíga upp á Höfðann.

Það er ekki annað hægt en að mæla með þessari tillögu, hver vill ekki fleiri tré, gosbrunn, bekki og skála sem afdrep í rigningu. Rómantísk og falleg tillaga. 12 stig.

eigum það skilið eftir áhorf á sandhrúgaldið öll þessi ár. Fallegu húsin fengju umhverfi við hæfi.

Veit að þetta verður paradís því landslagið bíður upp á það.

Ég held að það sé allt of bratt þarna. Ég hélt að garðurinn ætti að koma nálægt æfintýragarðinum

Gott væri að fá skrúðgarð en ég held að þetta sé ekki rétti staðurinn

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information