Hljóðmön beggja vegna Kringlumýrarbrautar

Hljóðmön beggja vegna Kringlumýrarbrautar

Mikil bílaumferð er um Kringlumýrarbraut og Miklubraut. Mikil ryk- og hávaðamengun fylgir umferðinni, sem hefur slæm áhrif á heilsu og líðan þeirra sem þar búa. Draga má úr áhrifum með því að reisa hpjarðvegshljóðmön, eða háa girðingu sbr. þá sem Garðabær hefur reist meðfram umferðargótum.

Points

Styð það. Það stendur reyndar til að setja upp hljóðmön á Miklubraut milli Lönguhlíðar og Rauðarárstígar núna í sumar 2017. Og Kringlumýrarbraut milli Miklubrautar og að Bústaðavegi Stigahlíðamegin. Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Háaleitisbraut þyrfti einnig að gera og sama með Miklubraut frá Stakkahlíð og að göngubrúnni við Kringluna.

Mikill hávaði og mengunn fylgja þessum gatnamótum og hafa mikil áhrif á lífsgæði íbúa þar í kring. Hlóðdempun myndi hafa mikil áhrif til að bæta lífsgæði íbúa þarna í kring.

Styð þetta, ég hef búið hér í Stigahlíð í 16 ár og finn mikinn mun á hávaðamengun. Það hefur snarversnað ástandið í gegn um árin.

Lífsgæði íbúa í hlíðunum myndu stóraukast ef hljóðmön eða há girðing yrði sett meðfram miklubraut, beggja vegna. Þeir íbúar sem búa næst miklubraut finna mikið fyrir hljóðmengun og loftmengun sökum stöðugrar umferðar um götuna. Þetta er nauðsynlegt verkefni sem hefði átt að ráðast í fyrir löngu síðan, þar sem umferð um þessa stærstu götu landsins þyngist sífellt með tilheyrandi mengun og hávaða.

Betri lífsgæði íbúa.

Þeir sem láta sig þetta mál varða gætu líka gert athugasemdir við breikkun Kringlubýrarbrautar skv. tillögu að nýju deiliskipulagi. Betra væri að breyta ystu af núverandi akbrautum í forgangsakrein fyrir strætisvagn. Það myndi draga úr hraðakstri og þar með hávaða frá umferðinni. Einnig bæta öryggi gangandi ef ekki verður gerð göngubrú. Það er frestur til 12. apríl að senda inn athugasemdir, sjá hér: http://reykjavik.is/skipulag-i-kynningu/kringlumyrarbraut-fra-miklubraut-ad-bustadavegi-0

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information