Lagfæring á göngustíg frá Hábæ að Ystabæ

Lagfæring á göngustíg frá Hábæ að Ystabæ

Jafna og þjappa undirlag og malbika yfirborð upp á nýtt

Points

Nauðsynlegt er að lagfæra yfirborð á göngustígnum sem liggur gegnum hverfið frá Hábæ að Ystabæ. Stígurinn er allur sigin og í holum nema miðjan sem stendur eins og hryggur uppúr (sennilega eftir að GR lagði ljósleiðara þarna) Þetta er hreinlega hættulegt eins og þetta er og nánast ófært þarna um í hálku.

Sammála, þetta er til skammar, það er varla hægt að ganga þarna um með kerrur eða völt börn, aspirnar hafa brotið sér leið í gegnum steipuna á mörgum stöðum og þessi hryggur stendur uppúr um hann miðjan. Hann er eins og bútasaumsteppi. Þetta er ekki boðlegt á svona fjölförnum stíg.

Þetta er nauðsynleg framkvæmd. Stígurinn er hættulegur eins og hann er, mjög ójafn og allur í pollum eftir rigningar. Auðvelt að reka tána í og detta og ég hef séð það gerast.

Mjög mikilvægt er að laga þennan göngustíg. Hann er mikið notaður af íbúum, sér í lagi barnafjölskyldum á leið til og frá skóla og leikskóla. Stígurinn er mjög illa farinn og því erfitt að fara hann með barnavagn, kerrur, hjól auk þess sem börn sem enn eru óstöðug á fótum detta auðveldlega .

Ég hef lengi vonað að Reykjavíkurborg myndi ráðast í að lagfæra þennan fjölfarna göngustíg. Það er búið að lagfæra stíginn frá Ystabæ að Heiðarbæ og er það mikill munur. Þá er bara um að gera að halda áfram að lagfæra. Einnig væri gott að gangbraut væri merkt þar sem gangandi vegfarendur krossa göturnar. Nú þegar er búið að gera þrengingu á götunni til að draga úr umferðarhraða og er það mjög gott mál. Stígurinn er eins og hann er núna hættulegur gangandi vegfarendum þar sem hann er svo ójafn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information