Hættuleg gönguljós við Flókagötu og Lönguhlíðar

Hættuleg gönguljós við Flókagötu og Lönguhlíðar

Góðan daginn! Af hverju eru ekki komin beygjuljós á gatnamótum Flókagötu og Lönguhlíðar?? Ég labba þarna á hverjum degi og oft hefur verið nærri því keyrt yfir mig þarna, þó svo að ég hafi verið komin hálfa leið yfir á gönguljósum. Börn á leið í Háteigsskóla sem eiga heima td. í Norðurmýrinni fara þessa leið. Þarf eins og oft áður banaslys til að gert sé eithvað í málunum???

Points

Vinstribeygjuljós er ekki rétta leiðin á þessum stað. Aðeins skal nota slíkt á umferðarmestu gatnamótunum. Sniðugara væri að setja upp aðvörunarblikkljós sem vara bílstjóra við gangandi til vinstri. (Eins og er á gatnamótum Snorrabrautar og Bergþórugötu í vinstribeygjunni þar) Hraðahindrun / upphækkunn væri líka nsiðugt eins og bent er á.

Þessi tillaga þarf að innihalda gatnamótin við Háteigsveg líka. Ökumenn sem eru að beygja til vinstri gleyma allt of oft að gá að gangandi vegfarendum. Ökumenn stoppa of framarlega og þeir sem ætla beygja til hægri gleyma að líta eftir hjólreiðafólki sem hefur engann merktan stað. Allt þetta er hægt að laga eða milda með betri útfærslu á gatnamótunum.

Ég labba þarna á hverjum degi og oft hefur verið nærri keirt yfir mig þarna, þó svo að ég hafi verið komin hálfa leið yfir á gönguljósum. Börn á leið í Háteigsskóla sem eiga heima td. í Norðurmýrinni fara þessa leið. Þarf eins og oft áður banaslys til að gert sé eithvað í málunum???

það væri allaveganna sniðugt að setja upphækkun þarna

þetta er þjóðþrifamál, það þarf að stýra umferð um þessi gatnamót miklu betur. Það fennir yfir umferðarreglurnar hjá fólki og það skapar stórhættu, ekki síst fyrir gangandi vegfarendur, þegar ökumenn keyra eins og vitleysingar og enginn er viss um hver á réttinn.

Ég bý við þessa götu og börnin mín fara þarna yfir á hverjum degi. Það er í raun nauðsynlegt að bæta úr þessu en mikið af börnum fara þarna yfir á leið í skóla og bæta þarf öryggi þeirra.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information