Banna stórar rútur í miðborginni

Banna stórar rútur í miðborginni

Gatnakerfið í miðborginni ræður illa við þann aukna umferðarþunga af stórum rútum sem fylgir fjölgun hótela og gististaða á því svæði. Gera kröfu um að ferðaþjónustufyrirtækin og hótelin ferji sitt fólk um á minni rútum.

Points

Það tíðkast hvergi í heimsborgum nema í Reykjavík að keyra ferðamenn alla leið að gistihúsum sínum. Göturnar í miðborginni eru alltof þröngar og umferðin orðin alltof mikil, sem er ekki aðeins óþægilegt fyrir gangandi vegfarendur (þám ferðamenn) heldur skapar líka mikla hættu. Ég hef sjálf þurft að upplifa þetta nýlega þegar "lítil" rúta fór yfir á rauðu ljósi og keyrði á mig þegar ég gekk yfir götuna á grænu gönguljósi. Bílstjórinn sagðist ekki hafa tekið eftir umferðarljósunum!

Minni slysahætta, minni mengun, passar illa í umhverfið.

Þessar stóru rútur eiga nákvæmlega ekkert erindi í miðborgina (má jafnvel hugsa sér að takmarka minni rútur). Plássfrekar, mengandi og teppa umferð ALLRA þar sem þær stoppa á ótrúlegustu stöðum. Upp á gangstígum og hjólastígum eða bara á miðri götu. Einn bílstjórinn var svo kræfur að hann bókstaflega reyndi að aka mig niður á hjólastíg, svo hann gæti troðið rútuni þar. Þessu verður að fara að breyta.

Reykvíkingar eru nýgræðingar í ferðamannaiðnaði. Það eru ótal ný vandamál sem við stöndum frammi fyrir og þetta er óneitanlega eitt af þeim. Mikilvægt er að borgaryfirvöld og rútufyrirtæki taki umræðuna. Það er óásættanlegt að rútur leggi upp á gangstéttum og hjólastígum. Þetta snýst um meira en að þær hindri aðgengi gangadi og hjólandi því þær brjóta einnig gangstéttarhellur og skemma snjóbræðslulagnir. Oftar en ekki eru bílastæði fáum metrum frá. Þeim finnst ekki taka því að leggja löglega.

Já takk! Rúturnar stoppa að því er virðist hvar sem er, hvenær sem er. Það þyrfti allavega að bæta til muna bílastæði fyrir rútur og að fylgja því eftir að þau séu notuð. Mikil hætta myndast oft á morgnana þegar fólk er að keyra til vinnu í miðbænum en rútur eru lagðar hér og hvar.

Tillagan gerir ráð fyrir að banna "stórar rútur". ég vil ganga lengra og banna "sprinterana". Bílstjórar þeirra telja sig vera á svo litlum bílum að þeir geti ekið upp á gangstéttir til að ferja ferðamenn á milli staða allan sólarhringinn. Burt með sprinterana.

Ég tek undir af fenginni reynslu að æskilegt er að banna umferð bæði fyrir stórar og minni rútur í Þingholtunum. Þeir sem annast þessa flutninga virða engar umferðareglur og hika ekki við að stoppa alla umferð, leggja hvar sem er og skapa hættu fyrir alla bæði akandi sem gangandi. Leigubifreiðar geta annast keyrslu á þeim sem eiga erfitt um gang eða barnafjöldskyldur ef að þær eru svona fótafúnar. Þá má bæta lýsingu, merkingar og staðarkort fyrir ferðamannin ef þörf er á því.

Allt of oft þarf ég að fara út á götu með börnin mín á leiðinni í skólann til að komast framhjá rútum sem lagt er uppá gangstétt eða þvert á gönguleiðir. Of margir ökumenn fólksflutningabíla hlíta hvorki umferðarreglum né hraðatakmörkunum í miðbænum. Hef mörg hundruð sinnum orðið vitni að lögbrotum ökumanna rútubifreiða en ekki einu sinni orðið vitni því að þeir séu sektaðir eða stöðvaðir eða á nokkurn hátt látnir svara fyrir brot sín.

Hafa bara eina stoppistöð hjá BSÍ og nýta/stækka svæðið þar meira - Leigubílar sjá um rest.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information