Leikvöllur við Tómasarhaga/ Hjarðarhaga/Dunhaga

Leikvöllur við Tómasarhaga/ Hjarðarhaga/Dunhaga

Bæta mætti leiktæki, fegra vegg aftan á bílskúrum við Dunhaga með fallegri mynd, halda gróðri betur við á sumrin, setja upp ruslatunnur, bæta stíginn og bæta lýsingu á veturna við stíg og á leikvellinum sjálfum.

Points

Leikvöllurinn myndi þjónusta íbúa í húsunum í kring betur bæði foreldra og börn. Núna er meira spennandi að fara á leikvöllinn hinu megin við götuna þar sem er aparóla og betri aðstaða. Lýsing myndi auka öryggi og einnig ólíklega að þeir sem venja komur sínar til að reykja kannabis á vellinum gerðu það væri hann upplýstur.

Full ástæða til að halda við þessum leikvelli.

Er ekki leikvöllur enn milli Fornhaga og Tómasrhaga, og svo milli Tómasarhaga og Lynghaga, auk skólanna sem eru í göngufæri. Það mætti gerbreyta þessu svæði, með nýrri og betur nýtanlegri íbúðablokk og svæði með.

Hugmynd um byggingu stærri blokkar var að mér skilst felld í grenndarkynningu fyrir stuttu og yrði að öllum líkindu felld aftur kæmi hún upp. Eitt af einkennum Vesturbæjarins eru græn svæði og leikvellir sem aðgengilegir eru án þess að fara yfir götu, sorglegt ef það breytist.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information