Ný spennandi vaðlaug við sundlaugina fyrir þá allra yngstu

Ný spennandi vaðlaug við sundlaugina fyrir þá allra yngstu

Bæta við nýrri og spennandi vaðlaug fyrir allra yngstu með smábarna vatnsrennibraut, smá kastala með rennibraut, háhyrning sem spýtir vatni, dreki sem spýtir vatni, vatnsfötutré og fleira. Vaðlaugin yrði staðsett milli litlu útlaugar og göngustíga í stóru útlilaugar en rými þar er fyrir 40 til 50fm vaðlaug (t.d. 6m x 8m). En þægilegra yrði fyrir foreldra að vera með yngri börnin í nýju vaðlaugini á sama tíma og eldri börnin eru að leik í litlu útilauginni og/eða að leika sér í stórurennibrautinn

Points

Frábær hugmynd!

Borðleggjandi

Borðleggjandi

Já æðislegt

Mér finnst þessi hugmynd mjög góð og ætti ekki að vera erfitt að koma henni í gagnið, því vilji fólksins er í þessa átti. Ég tel ásamt fleyrum sem ekki nenna að skrifa hér inn en eru sammála þessari mjög svo góðu tillögu. Við vonum að þessi tillaga fái framgöngu barnana vegna sem og okkar hinna.

Engin spurning!

Algjörlega frábært - og tímabært. Sundlaugin er góður staður í Grafarvogi.😀

Geggjað

Góð hugmynd <3

Flott

Mikil nauðsyn og myndi bæta gæði Grafarvogslaugar gríðarlega :)

frábær hugmynd

Betri aðstæður hvetja fólk til að nota laugina í sínu hverfi.

Þessi hugmynd er auðvita snildin ein :) Grafarvogssundlaug þarf að vera enn skemmtilegri fyrir börn og krakka og auðvita barnafjölskyldur í heild. Að geta verið með 2-3 ára kríli og auðvita yngri og eldri í þessari nýju vaðlaug og á sama tíma fylgst með þeim eldri út í litlu sundlaug eða stóru vatnsrennibrautunum léttir auðvita mikið sundferðir barnafjölskyldna. Núverandi vaðlaug í Grafarvogslaug hefur eingöngu vatnspýtandi trúð og er oft svo yfirfull að fólki að sóla sig :)

Snilldar hugmynd ! Gott að hafa góða yfirsýn

Góða hugmynd :)

Svona til að létta vinnu innan borgarinnar: Vaðlaug tilbúin frá framleiðanda 48fm kostar um 8-10 milljónir Háhyrningur sem spýtir vatni kostar 0,9 milljón Kastali með rennibraut 2,7 milljónir Dreki sem spýtir vatni 1,3 milljón Vatnsfötutré 1,4 milljón Smábarnavatnsrennibraut 1,4 milljón Smáleiktæki t.d. leiktæki með handpumpu sem spýtir vatni 0.6 milljón * 2 stk 1,2 milljón Undirlag, röralögn og fleira 8 milljónir Hönnunarkostnaður innan rvk borgar og aðkeypt 8 milljónir Heild 35 milljónir

Löngu tímabært að gera sundlaug Grafarvogs aftur spennandi kost fyrir fjölskyldurnar.

Dásamleg viðbót fyrir smábarnaforeldra

Frábær hugmynd. Mun betra að fylgjast með eldri börnunum í vatnsrennibrautinni og litlu útilauginni, fyrir utan það að vaðlaugin sem er fyrir fyllist af sólbaðsþyrstu fullorðnu fólki á sumrin og það er varla rúm fyrir þau yngstu að leika sér.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information