Óðinstorg

Óðinstorg

Gera fallegt torg. Fólk laðast að hreyfingu, allt sem hreyfist það horfir fólk á. Það er þess vegna að Spánverjar byrja alltaf á því þegar þeir hanna borgarhluta að setja torg inn. Þar hittist fólk, sest niður og horfir á hreyfingu. Þess vegna setja þeir gosbrunna á flest torg. Þar sest fólk og fuglar. Fleiri torg þar sem fólk getur sest niður og horft á hreyfingu.

Points

Gott að sitja úti og horfa á annað fólk eða gosbrunn og fugla.

Best væri ef torgið hefði tvíþætt hlutverk líkt og verið hefur undanfarin ár. Bílastæði á vetrum þegar fáir nýta sér torg en samfélagslegt torg á sumrin þegar veður í Reykjavík eru betur fallið útivistar.

Þetta mætti líka gera með Ingólfstorg, sem allir vita að er forljótt, grátt og guggið.

Það væri lika gaman ef það yrði til fallegt leiksvæði fyrir börn með bekkjum fyrir fullorðna þar sem rólan er í dag

Endurskoða þarf verkefnið "Torg í Biðstöðu" sem hefur leitt til þess að t.d. Óðinstorg hefur verið í biðstöðu til fjölda ára án varanlegrar lausnar. Æskilegt væri að opinber svæði mættu einungis vera í þessari biðstöðu í 2 ár á meðan endanlegt hönnunarferli væri í gangi. Fyrir Óðinstorg hefur verkefnið "Torg í biðstöðu" orðið að "Torg í heljargreipum" þar sem ásýnd og notkun hrakar með ári hverju.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information