Fjölga vistgötum í miðborginni til muna

Fjölga vistgötum í miðborginni til muna

Víða í miðborginni er lítið pláss fyrir gangandi vegfarendur en götur breiðar, þrátt fyrir litla umferð. Með vistgötum mætti auðvelda gangandi vegfarendum ferðalagið án þess að loka fyrir bílaumferð. Götur sem kæmu til greina: Laugavegur frá Hlemmi til og með Bankastræti, Skólavörðustígur, Pósthússtræti, Austurstræti, Ingólfsstræti, Kirkjustræti, Borgþórugata o.s.fv.

Points

Í flestum götum miðbæjarins er ekki pláss fyrir hraðakstur og gangandi vegfarendur mjög nálægt götum. Með því að fjölga vistgötum væri umhverfi gangandi vegfarenda snarbætt en lítil skerðing gerð á umferð ökutækja þar sem hún ætti hvort eð er að vera gríðarlega hæg.

Í 7. grein umferðarlaga segir: Vistgötur. Heimilt er að dveljast og vera að leik á vistgötu. Þar ber að aka mjög hægt, að jafnaði eigi hraðar en 15 km á klst. Ef gangandi vegfarandi er nærri má eigi aka hraðar en á venjulegum gönguhraða. Ökumaður skal sýna gangandi vegfaranda sérstaka tillitssemi og víkja fyrir honum. Gangandi vegfarandi má eigi hindra för ökutækis að óþörfu Eigi má leggja ökutækjum nema á sérstaklega merktum stæðum. Ákvæði þetta gildir eigi um reiðhjól.

Sem íbúi við Bergstaðastræti til 10 ára hef ég tekið eftir því að bílar keyra alltof hratt og að líf dýra (sérstaklega katta sem eiga heima um allt strætið), barna og almennra borgara er í hættu.

Skynsamlegt að skoða þessa hugmynd, sérstaklega þar sem umferð gangandi vegfaranda hefur aukist gríðarlega í Miðborginni. Á Skólavörðustíg er t.d. stöðug umferð gangandi vegfaranda en þröngt á gangstétt og umferð um götuna allt of hröð. Að breyta götunni í vistgötu gæti verið frábær lausn fyrir bæði íbúa og gesti.

Með því að breyta helstu götunum í vistgötur (t.d Laugavegi og Skólavörðustíg) rýmkar svæði fyrir gangandi vegfarendur án þess að skerða aðgengi þeirra sem vilja/þurfa að ferðast með bil á þessum svæðum. Þetta er eðlilegt skref í átt að því að gönguvæða miðbæinn

Það mætti líka hugsa þetta sem svæði og merkja einfaldlega alla kvosina og mestöll Þingholtin sem svæði þar sem gangandi og hjólandi eiga forgang... á öllum götum. Sbr. fahrradstrasse.

sammála þessu .. en Þetta skilti er algjör brandari, það hlýtur að vera til eitthvað betra..

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information